Svæðistónleikar Nótunnar verða haldnir í Hásölum í Hafnarfirði laugardaginn 1. mars nk.
25.02.2014 15:43
Svæðistónleikar Nótunnar verða haldnir í Hásölum í Hafnarfirði laugardaginn 1. mars n.k. og hefjast kl. 13:45. Eftirfarandi atriði voru valin til að taka þátt fyrir hönd Tónlistarskóla Garðabæjar.
Anna Katrín Hálfdánardóttir flytur Air Varié op. nr. 3 eftir O. Rieding.
Tríó skipað systkinunum Guðrúnu Heiðu, Ólöfu Anítu og Hjalta Frey Hjaltabörnum. Þau flytja Polly Wolly Doodle sem er amerískt þjóðlag.
Saxófónhópur með slagverki, en hann skipa: Björgvin Brynjarsson, Brynhildur Hermannsdóttir, Brynjar Örn Grétarsson, Gabríela Ómarsdóttir, Karitas Marý Bjarnadóttir, Ólafur Hákon Sigurðarson, Viktor Andri Sigurðsson, Vilborg Lilja Bragadóttir og Helgi Þorleiksson. Þau flytja Bolero eftir M. Ravel.
Við óskum þeim góðs gengis.