Fulltrúar Tónlistarskóla Garðabæjar hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í opnum flokki á lokatónleikum Nótunnar sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars.
Fulltrúar Tónlistarskóla Garðabæjar hlutu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í opnum flokki á lokatónleikum Nótunnar sem haldnir voru í Eldborgarsal Hörpu sunnudaginn 23. mars. Hópurinn sem samanstendur af níu ungmennum á saxófón og slagverk fluttu verkið Bolero eftir M. Ravel í útsetningu kennara síns Braga Vilhjálmssonar.
Nótan er uppskeruhátið tónlistarskólanna og eru lokatónleikarnir endapunktur hátiðarinnar. Tónlistarskólar um land allt völdu fyrr í vetur nemendur sem komu fram á svæðistónleikum víðs vegar um landið fyrstu þrjár helgarnar í mars. Á svæðistónleikunum voru síðan valin alls 24 atriði sem tóku þátt í lokatónleikunum. Alls hrepptu tíu atriði verðlaun á lokatónleikunum fyrir framúrskarandi árangur.
Hópinn frá Tónlistarskóla Garðabæjar skipa saxófónleikararnir: Björgvin Brynjarsson, Brynhildur Hermannsdóttir, Brynjar Örn Grétarsson, Gabríela Ómarsdóttir, Karitas Marý Bjarnadóttir, Ólafur Hákon Sigurðarson, Viktor Andri Sigurðsson og Vilborg Lilja Bragadóttir ásamt Helga Þorleiksyni á slagverk.
Við óskum nemendur okkar og kennara þeirra til hamingju með glæsilegan árangur.