Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónlistarskóli Garðabæjar býðir ykkur á tónleika Stórsveitar skólans á í Safnaðarheimili Vídalínskirkju (Kirkjuhvoli) fimmtudagskvöldið 10. apríl nk. kl. 20:00.

09.04.2014 16:25

Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af 50 ára afmæli tónlistarskólans.

Stjórnandi er Bragi Vilhjálmsson.

Með Stórsveitinni kemur fram Rebekka Sif Stefánsdóttir söngkona.

Stórsveitin flytur lög sem spanna breitt tímabil, allt frá tímum seinni heimstyrjaldarinnar til dagsins í dag.

Boðið verður upp á kaffi / safa og konfekt.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

 

Til baka
Hafðu samband