Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólatónleikar á aðventu

03.12.2024 10:48

Fjölmargir jólatónleikar verða á aðventunni í Tónlistarskólanum.

Allar þrjár strengjasveitir skólans komu fram á tónleikum mánudaginn 2. desember ásamt fleiri atriðum.

Blandaðir tónleikar verða í skólanum þessa viku, bæði í tónleikasal Kirkjulundi og í sal Álftanesskóla.

Jólatónleikar Suzukistrengjadeildar verða næstkomandi laugardag 7. desember kl. 10.30 í tónleikasalnum Kirkjulundi.

Söngdeildin er með sína tónleika mánudaginn 16. desember kl. 17.00 og ritmadeildin sama dag kl. 20.00. Báðir tónleikar fara fram í tónleikasalnum Kirkjulundi.

Auk þess halda allir kennarar skólans sína eigin tónleika með sínum nemendum á aðventunni.

Nemendur skólans koma einnig fram á ýmsum viðburðum utan skóla s.s á aðventuhátíð í Garðakirkju, á Lions og Kiwanisfundum o.fl.

 

Til baka
Hafðu samband