Gítarhátíð í Garðabæ helgina 14. - 16. mars

Næstkomandi helgi verður haldin gítarhátíð í Tónlistarskóla Garðabæjar og Vídalínskirkju.
Arnaldur Arnarson, gítarleikari heldur masterklass fyrir nemendur í framhaldsáfanga á föstudeginum frá kl. 17.00 - 19.00.
Á laugardeginum verða æfingar allan daginn og afrakstur þeirra sýndur á tónleikum í Vídalínskirkju kl. 16.00.
Þar koma fram nemendahópar úr Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskólanum í Garði, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Tónskóla Reykjavíkur, Tónskóla Sigursveins og Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík og spilar hver hópur sín verk. Tónleikarnir enda á sameiginlegum verkum þar sem nemendur hátíðarinnar ásamt kennurum sínum, rúmlega 100 manns, koma fram.
Á sunnudeginum heldur Arnaldur einleikstónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 15.00.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á alla viðburði helgarinnar.