Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stórsveitarmaraþon í Hörpu 23. mars. Stórsveit TG kl. 13.30

18.03.2025 16:37

Árlegt stórsveitarmaraþon fer fram í Flóa, Hörpu sunnudaginn 23. mars kl. 13.00 - 17.00.

Stórsveit Reykjavíkur býður til sín öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum og leikur hver sveit í um það bil hálfa klukkustund.

Dagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg og gera má ráð fyrir að flytjendur verði um 150.

Maraþonið, sem nú er haldið í 29. sinn, er hluti af uppeldis og kynningarviðleitni Stórsveitar Reykjavíkur.

kl. 13.00 Stórsveit Reykjavíkur

kl. 13.30 Stórsveit Tónlistarskóla Garðabæjar

kl. 14.00 Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

kl. 14.30 Stórsveit MÍT

kl. 15.00 Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

kl. 15.30 Stórsveit Íslands

kl. 16.00 Stórsveit Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir, en áhorfendum er frjálst að koma og fara meðan á viðburðinum stendur.

Til baka
Hafðu samband