Tónleikavika 31. mars - 3.apríl. Blandaðir tónleikar, suzukitónleikar og Stórsveitartónleikar
28.03.2025 15:18

Í næstu viku verður mikið um að vera í tónlistarskólanum.
Blandaðir tónleikar verða í tónleikasal Kirkjulundi mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag, kl. 18.00 alla dagana.
Á þriðjudag verða einnig suzukipíanótónleikar í sal Álftanesskóla kl.17.00
Á miðvikudag kl. 20.00 í sal Álftanesskóla verða tónleikar Stórsveitar TG sem Bragi Vilhjálmsson stjórnar.
Með stórsveitinni koma fram söngvararnir Klara Einarsdóttir, Vigdís Rut Jóhannsdóttir, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Friðrik Valur Bjartsson.
Allir viðburðir eru opnir, ókeypis aðgangur og verið öll hjartanlega velkomin.