Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónleikar

 
Tónleikar eru mikilvægur hluti tónlistarnáms og fjöldi nemenda kemur fram á tónleikum jafnt og þétt yfir skólaárið:                                                
Hausttónleikar í október
Jólatónleikar í nóvember/desember, 
Miðsvetrartónleikar í febrúar/mars
Vortónleikar í maí. 
 

Tónfundir

Tónfundir kennara eru haldnir í lok kennslutímabils í desember og maí. 

Þar koma allir nemendur hvers kennara fram. 

 

Sértónleikar hljómsveita og deilda eru haldnir í nóvember/desember og apríl/maí:

Blásarasveitir
Stórsveitir
Rytmadeild samspil og sóló
Strengjasveitir
Suzukideild 
Söngdeild
 

Tónleikar nemenda í framhaldsnámi

(20-30 mín) eru haldnir í apríl og eru ígildi prófs í þessum áfanga.
 

Framhaldsprófstónleikar

eru hluti lokaprófs úr framhaldsáfanga og eru mismunandi margir á hverju skólaári eftir fjölda kandidata.
 

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskólanna

er samstarfsverkefni nokkurra tónlistarskóla og tónleikar eru haldnir í lok hljómsveitarnámskeiðs síðasta laugardag í janúar ár hvert.
 
Nemendur leika ýmsum viðburðum á vegum skólans og utan hans, og koma fram á heilsustofnunum, mennta og menningarstofnunum. 
 

Blásarasveitir

koma fram við ýmsa viðburði í sveitarfélaginu m.a. við tendrun jólatrés, á sumardaginn fyrsta og 17.júní. 
 

Nótan

Valtónleikar og svæðistónleikar Nótunnar fara fram í mars/apríl.
 

Dagur tónlistarskólans

er haldin hátíðlegur í febrúar ár hvert og fara þá fjölmargir tónleikar fram í skólanum.
 
Hafðu samband