Dagur tónlistarskólanna 8. febrúar
Bæjarbúar hjartanlega velkomnir í heimsókn í Tónlistarskóla Garðabæjar
Fjölbreytt dagskrá verður í Tónlistarskóla Garðabæjar á Degi tónlistarskólanna 2014 sem haldin verður laugardaginn 8. febrúar nk. Þá gefst Garðbæingum færi á að heimsækja skólann og njóta tónlistar af ólíku tagi. Dagskráin fer fram á báðum starfsstöðvum skólans, í Kirkjulundi 11 og í Breiðamýri á Álftanesi. Fjölmargir hæfileikaríkir nemendur koma fram og skemmta gestum og gangandi, þ.á.m. blásarasveit skólans, strengjasveitir og stórsveit auk fjölda einleikara. Fjölda stuttra tónleika verður haldinn auk úrslitatónleika fyrir Nótuna 2014.
Dagskrá á Álftanesi
Dagskráin hefst með kaffihúsatónleikum í hátíðarsal grunnskólans á Álftanesi kl. 10.30, 11.00, 11.30 og 12.00. Foreldrafélag Álftanesdeildar skólans stendur fyrir kaffisölu á tónleikunum líkt og verið hefur undanfarin ár.
Dagskrá í Kirkjulundi
Tónleikar verða haldnir í báðum sölum skólans kl. 13.00, 13.30 og 14.00. Klukkan 15:15 hefst úrslitakeppni fyrir Nótuna sem er uppskeruhátið tónlistarskóla. Efnisskrá Nótunnar er fjölbreytt og endurspeglar ólík viðvangsefni nemenda á öllum aldri og öllum stigum tónlistarnáms. Atriðið sem vinnur keppnina á laugardaginn tekur þátt í stærri tónleikum fyrir Kragann, Suðurland og Suðurnes sem haldnir verða laugardaginn 1. mars n.k. áætlað er að dagskrá ljúki kl. 16.15.
Það er von okkar í Tónlistarskólanum að bæjarbúar noti þetta tækifæri til að heimsækja tónlistarskólann og kynna sér þá blómlegu starfsemi sem þar fer fram.