Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afmælishátíð Tónlistarskóla Garðabæjar

14.05.2014 14:34

Í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Garðabæjar verður efnt til hátíðartónleika í Vídalínskirkju laugardaginn 17. maí nk. kl. 14.00.

Á tónleikunum koma fjölmargir nemendur skólans fram auk nokkurra tónlistarmanna sem hafa stundað nám við skólann.

Að tónleikum loknum mun blásarasveit leiða skrúðgöngu yfir í húsnæði tónlistarskólans við Kirkjulund þar sem boðið verður upp á afmælisköku í tilefni dagsins.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að fagna með okkur á þessum tímamótum.

Til baka
Hafðu samband