Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottir afmælistónleikar

19.05.2014 15:58
Flottir afmælistónleikar
Frá hátíðartónleikum í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Garðabæjar

Það var fjölmenni og hátíðleg stemmning á hátíðartónleikum sem haldnir voru laugardaginn 17. maí í Kirkjuhvoli, í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskólans.

Fjölmargir fyrrverandi og núverandi nemendur komu fram og léku og sungu fyrir tónleikagesti. Kynnir á tónleikunum var Jón Svavar Jósefsson söngvari og fyrrum nemandi tónlistarskólans. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar og Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður skólanefndar ávörpuðu gesti og óskuðu nemendum, starfsfólki og velunnurum skólans til hamingju með 50 árin.

Að loknum tónleikum var gengið fylktu liði yfir í húsnæði skólans að Kirkjulundi, þar sem boðið var upp á kaffiveitingar.

Fleiri myndir frá tónleikunum eru í myndasafninu.

Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband