Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkfall Félags tónlistarskólakennara

22.10.2014 10:48

Tónlistarskólakennarar hafa undanfarna mánuði átt í kjaraviðræðum við Launanefnd sveitarfélaga. Þessar viðræður hafa enn ekki borið árangur og verkfall félagsmanna í Félagi tónlistarkennara (FT) hófst miðvikudaginn 22. október. Annar hópur tónlistarskólakennara, félagar í Félagi íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), er sömuleiðis í kjaraviðræðum, en hefur ekki boðað til verkfalls.

Verkfallið hefur veruleg áhrif á starfsemi Tónlistarskóla Garðabæjar þar sem 26 kennarar af 49 verða ekki við störf og hefur áhrif á tónlistarnám 302 nemenda við skólann. Nánari upplýsingar um hvaða kennarar verða við störf hafa verið sendar í tölvupósti til nemenda og forráðamanna.

Allar hliðargreinar verða kenndar skv. stundaskrá.  Greinarnar sem um ræðir eru:  tónfræði, hljómfræði, djasshljómfræði,  tónlistarsaga og tónheyrn.  Mikilvægt er að nemendur mæti í þessa tíma.
Strengjasveitir skólans verða starfandi svo og samspilshópar í rytmískri deild.
Kennsla verður í forskóla.

Skrifstofa skólans verður opin og skólastjóri verður við störf.
Vinsamlegast fylgist vel með fréttum í fjölmiðum af gangi mála.

Til baka
Hafðu samband