Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna 31. janúar í Langholtskirkju
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, sem er samstarfsverkefni fimm tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, heldur tónleika í Langholtskirkju kl. 16.00 laugardaginn 31. janúar. Fjórtán nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar hafa tekið þátt í hljómsveitarnámskeiði sem staðið hefur allar helgar í janúar og lýkur með þessum tónleikum. Á tónleikunum koma fram 90 hljóðfæranemendur.
Einleikari með hljómsveitinni er Helgi Þorleiksson slagverksnemandi við Tónlistarskóla Garðabæjar, en hann lýkur framhaldsprófi frá skólanum í vor.
Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Efnisskrá:A. Marquez: Conga del Fuego NuevoÁskell Másson: Konsertþáttur fyrir litla trommu og hljómsveit
A. Dvorák: Sinfónía nr. 8 í G-dúr
Allir velkomnir á tónleikana – miðasala er við innganginn.