Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framhaldsprófstónleikar Helga Þorleikssonar

13.03.2015 10:49
Framhaldsprófstónleikar Helga Þorleikssonar
Helgi Þorleiksson

Framhaldsprófstónleikar í Tónlistarskóla Garðabæjar

Þriðjudaginn 17. mars nk. kl. 20.00 heldur Helgi Þorleiksson slagverksnemandi tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi 11. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi Helga.
Meðleikarar á tónleikunum eru Sindri Snær Thorlacius á rafgítar, Þorgrímur Jónsson á bassa og Sólveig Anna Jónsdóttir á píanó.
Flutt verða verk eftir Mango Santamaria, Keiko Abe, Áskel Másson, Elliott Carter, William Kraft og Mark Glentworth.

Helgi Þorleiksson (f. 1990) hóf tónlistarnám 8 ára gamall á es-horn hjá Jóhanni Stefánssyni við Tónlistarskóla Garðabæjar. Tveimur árum síðar skipti hann yfir á franskt horn og var kennari hans Guðmundur Hafsteinsson.  Aðrir blásarakennarar Helga voru Edward Frederiksen, Jóhann Björn Ævarsson, Guðmundur Vilhjálmsson, Lilja Valdimarsdóttir og Joseph Ognibene. Hann lauk miðprófi á horn 2006 og hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík. Eftir einn vetur þar var hornið lagt á hilluna.
Haustið 2012 hóf Helgi nám í slagverksleik hjá Helga Jónssyni í Tónlistarskóla Garðabæjar , kennari hans í vetur er Steef van Oosterhout. Helgi hefur meðal annars leikið með Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Sinfóníuhljómsveit Tónlistaskólanna ásamt fjölmörgum lúðrasveitum, jazz-samspilum og í stórsveitum tónlistarskóla Garðabæjar og Hafnafjarðar.
Helgi stefnir á framhaldsnám erlendis næsta haust.

Allir eru velkomnir á tónleikana

Fésbókarsíða Tónlistarskóla Garðabæjar

Helgi Þorleiksson fréttatilkynning (2).pdf

Til baka
Hafðu samband