Framhaldsprófstónleikar Stefáns Páls Sturlusonar

Laugardaginn 16. maí. kl. 15.00 heldur Stefán Páll Sturluson gítarleikari, tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi 11. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi Stefáns Páls.
Á tónleikunum mun Stefán Páll leika gítarkonsert eftir Antonio Vivaldi ásamt strengjum og sembal og koma hljóðfæraleikarar úr röðum kennara við skólann. Önnur verk á efnisskránni eru eftir F. Tarrega, Silvius Leopold Weiss, Villa-Lobos, L.Brouwer og I.Albeniz.
Stefán Páll Sturluson er tvítugur. Hann hefur stundað gítarnám í 12 ár. Síðastliðið sumar hlaut hann sumarlaun frá Garðabæ til að leggja stund á gítarnámið. Stefán Páll hefur spilað við ýmis tilefni, þar á meðal á 50 ára afmæli skólans, í útvarpsmessu og á Jónsmessugleði síðasta sumar. Hann mun einnig ljúka stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík í vor og hyggst hefja nám við Háskóla Íslands í haust