Framhaldsprófstónleikar Þóru Kristínar Magnúsdóttur

Föstudaginn 15. maí. kl. 18.00 heldur Þóra Kristín Magnúsdóttir söngkona, tónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi 11. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi Þóru Kristínar. Meðleikari á tónleikunum er Renata Ilona Iván.
Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Pál Ísólfsson, R. Schumann, H. Purcell, W.A. Mozart og G. C. Menotti.
Þóra Kristín er 21 árs, fædd og uppalin í Garðabæ. Hún hefur stundað söngnám við Tónlistarskóla Garðabæjar hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur frá 2005. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskóla Garðabæjar árið 2012 á þremur á hálfu ári þar með talið eitt ár sem hún varði sem skiptinemi í Þýskalandi. Þóra Kristína hefur tekið þátt í Tónlistarshátíð unga fólksins og sótt söngtíma hjá Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu.
Þóra Kristín mun hefja söngnám við Listaháskóla Íslands nú í haust.