Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framhaldsprófstónleikar Sindra Snæs Thorlacius

18.05.2015 15:53
Framhaldsprófstónleikar Sindra Snæs Thorlacius

Föstudaginn 22. maí kl. 20:00 heldur Sindri Snær Thorlacius útskriftartónleika í Kirkjuhvoli, Safnaðarheimili Vídalínskirkju. Tónleikarnir eru liður í framhaldsprófi Sindra frá Tónlistarskóla Garðabæjar.

Hann flytur einungis frumsamið efni á tónleikunum ásamt hljómsveit. Hljómsveitina skipa þeir Ástvaldur Traustason á píanó, Halldór Lárusson á trommum og Þorgrímur Jónsson á bassa.

 Sindri hefur lært á rafgítar í 10 ár hjá Ómari Guðjónssyni og tók framhaldspróf fyrir ári síðan. Hann lauk  stúdentsprófi árið 2010 frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann hefur spilað mikið opinberlega seinustu ár og þá sérstaklega innan Garðabæjar. Hann spilar mest jazztónlist en hefur líka leikið alls kyns tónlist við ýmis tækifæri og þá bæði á gítar og rafbassa. Einnig spilar hann þungarokk og var í hljómsveitum á gítar og trommum og hefur spilað á mörgum stöðum hérlendis sem og í Þýskalandi og Danmörku. Hann fékk sumarlaun frá Garðabæ fyrir tveimur árum síðan þar sem hann fékk tækifæri til að æfa sig og spila á uppákomum í Garðabæ. 

 

Til baka
Hafðu samband