EPTA píanókeppni - sigurvegari í flokki 10 ára og yngri

Helga Sigríður Eyþórsdóttir Kolbeins nemendi í Tónlistarskóla Garðabæjar er sigurvegari í flokki 10 ára og yngri í EPTA píanókeppninni þetta árið. Hún deilir fyrsta sætinu með Ástu Dóru Finnsdóttur, en dómarar í keppninni gátu ekki gert upp á milli þeirra tveggja.
Tveir nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar tóku þátt í keppninni að þessu sinni, Helga Sigríður og Guðmundur Steinn Markússon, bæði í flokki 10 og yngri.
EPTA keppnin er meðal þekktustu tónlistarkeppna á Íslandi í flutningi klassískrar tónlistar. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann fyrstu keppni EPTA árið 2000, en hún hefur síðan verið haldin á þriggja ára fresti. Keppnin er íslenskum píanónemendum hvatning og ögrandi tækifæri til að reyna sig við krefjandi kringumstæður.