Spá óveðri þriðjudaginn 1. desember
30.11.2015 17:01
Almannavarnir hafa gefið út viðvörun vegna óveðurs með stormi og skafrenningi í fyrramálið, þriðjudaginn 1. desember. Forráðamenn barna og ungmenna eru hvattir til að fylgjast vel með fréttum af færð og veðri.
Sú regla gildir að skólahald fellur ekki niður vegna veðurs og skólarnir verða opnir nemendum. Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður verður að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Velji þeir að halda börnum sínum heima er rétt að hringja á skrifstofu skólans og láta vita.
Sjá einnig heimasíðu Garðabæjar gardabaer.is