Framtíðarfólkið hitar upp
19.04.2016 14:57
.jpg?proc=ContentImage)
Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin dagana 20.-23. apríl. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Sigurður Flosason tónlistarmaður. Styrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. Hátíðin er nú haldin í ellefta sinn.
Upphitunar tónleikar fyrir jazzhátíð verða miðvikudaginn 20. apríl kl. 20:30 í Kirkjuhvoll, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Á tónleikunum koma fram 5 hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar.