Léttur og leikandi jazz í Tónlistarskólanum
04.10.2016 15:16
Léttur og leikandi jazz í Tónlistarskólanum
Kennarar úr Tónlistarskóla Garðabæjar, sem allir eru á meðal fremstu jazztónlistarmanna landsins, bjóða Garðbæingum á tónleika, þriðjudagskvöldið 11. október kl. 20.
Tónleikarnir verða í sal Tónlistarskólans við Kirkjulund.
Þeir sem fram koma eru: Sunna Gunnlaugsdóttir, Ómar Guðjónsson, Jón Óskar Jónsson, Þorgrímur Jónsson, Jakob Hagedorn-Olsen og Gunnar Hilmarsson.
Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og safnanefnd Garðabæjar.
Allir hjartanlega velkomnir - ókeypis aðgangur.