Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur árlega tónleika sína í Langholtskirkju þann 28. janúar næstkomandi kl. 16.00 að loknu þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik.
Hljómsveitarnámskeiðið er samstarfsverkefni 4 tónlistarskóla, Tónlistarskóla Garðabæjar, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar.
Í ár taka 19 nemendur úr Tónlistarskóla Garðabæjar þátt í hljómsveitarstarfinu.
Efnisskrá:
Ottorino Respighi – Ancient Airs and Dances / svíta nr. 2
Ludwig van Beethoven – Rómansa í F-dúr op. 50
Pablo de Sarasate – Zigeunerweisen op. 20
Leonard Bernstein – Þættir úr West Side Story
Einleikarar eru tveir ungir fiðlunemendur úr Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þau Jóhann Örn Thorarensen og Jóhanna Brynja Ruminy.
Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Allir eru hjartanlega velkomnir á tónleikana.
Miðaverð er 3000 kr. fyrir fullorðna og 1500 fyrir börn og eldri borgara