Skært lúðrar hljóma í 50 ár
14.03.2017 14:13
.jpg?proc=ContentImage)
Mikil hefð hefur verið fyrir starfi blásarasveita allt frá því að Tónlistarskóli Garðabæjar var stofnaður fyrir rúmlega 50 árum og er það ekki síst að þakka fyrsta skólastjóra skólans Guðmundi Norðdal sem lagði áherslu á blásarasveitastarf allt frá upphafi.
Í gegnum tíðina hafa blásarasveitirnar sett svip sinn á bæinn okkar s.s. í skrúðgöngum á sumardaginn fyrsta, sautjánda júní og við önnur hátíðlega tækifæri. Mikill fjöldi barna og ungmenna í Garðabæ hafa tekið þátt í því mikilvæga tónlistaruppeldi sem fólgið er í starfi sveitanna.
Stjórnendur blásarasveita Tónlistarskóla Garðabæjar frá upphafi eru þeir Guðmundur Norðdahl, Björn R. Einarsson, Edward Frederiksen og Jóhann Björn Ævarsson. Núverandi stjórnendur blásarasveitanna eru þeir Bragi Vilhjálmsson og Guðmundur Vilhjálmsson.
Í dag eru 3 blásarasveitir og 2 stórsveitir við skólann.
Við bjóðum alla bæjarbúa hjartanlega velkomna á afmælistónleika í Vídalínskirkju laugardaginn 18. mars nk. kl. 16.