Tónleikar kennara í Tónlistarskóla Garðabæjar

Þriðjudaginn 25. apríl nk kl. 20:00 verða haldnir tónleikar í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulun þar sem fram koma þrír af kennurum skólans, þau Björn Davíð Kristjánsson flautuleikari, Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari. Þau bjóða upp á fjölbreytilega efnisskrá með verkum eftir frönsku tónskáldin Francis Poulenc og Jacques Ibert, þjóðverjann George Frideric Handel, Svisslendinginn Hans Haug og Roberto Sierra sem er frá Puerto Rico.
Flest eru verkin samin á öldinni sem leið og gefa góða sýn á ólíkar stíltegundir og hugmyndir tónskálda þessa mikla umbrotatíma í tónlistarsögunni. Sem eins konar uppbrot á þessu 20. aldar tema tónleikanna verður ein af sónötum barokkmeistarans Handels fyrir flautu og píanó flutt á tónleikunum.
Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og safnanefnd Garðabæjar og eru hluti af tónleikaröð kennara veturinn 2017-2017. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.