Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Framhaldsprófstónleikar á píanó nk. föstudagskvöld í TG

03.05.2017 13:13
Framhaldsprófstónleikar á píanó nk. föstudagskvöld í TG

Föstudaginn 5. maí  kl. 20.00 fara fram framhaldsprófstónleikar Guðnýjar Charlottu Harðardóttur á píanó í sal Tónlistarskólans í Garðabæ, Kirkjulundi 11. 

Tónleikarnir eru seinni hluti framhaldsprófs Guðnýjar Charlottu frá skólanum.

Guðný Charlotta er nemandi Guðrúnar Dalíu Salómonsdóttur píanókennara.

Efnisskrá:

J. S. Bach Prelúdía og fúga í Fís-dúr úr WTC I

W. A. Mozart Sónata í B-dúr K 570,Allegro

M. Moszkowski Etýða op. 72 nr. 2

C. Debussy Arabesque nr. 1

F. Chopin Næturljóð op. 55 nr. 1

Allir hjartanlega velkomnir.

Til baka
Hafðu samband