Óskalög í Hörpu
06.11.2017 16:02
Íslenskar skólalúðrasveitir fjölmenna í Norðurljós sunnudaginn 12. nóvember með sannkallaða maraþontónleika. Þema tónleikanna er “óskalög” og hafa hljómsveitirnar frjálsar hendur við að velja sér sín eigin óskalög til að flytja. Það má því búast við mjög fjölbreyttri efnisskrá á tónleikunum sem standa frá klukkan 11 til 18. Skipt er um hljómsveit á hálftímafresti yfir daginn og reiknað er með að um 800 ungir hljóðfæraleikarar stigi á svið þennan dag.
B og C sveitir TG koma fram kl. 11.30 - 12.00.
Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.