Jólastund í Tónlistarskólanum
14.12.2017 08:34

Flytjendur á jólatónleikum Tónlistarskóla Garðabæjar
Þriðjudaginn 12. desember var öllum grunnskólanemendum í 2. og 3. bekk í Garðabæ boðið á notalega jólastund í tónleikasal skólans. Nokkir nemendur spiluðu jólalög á saxófón, klarínett, þverflautur, túbu, básúnu, trompet, franskt horn og harmónikku og með þeim spilaði hljómsveit hússins sem samanstóð af píanóleikara, trommuleikara og bassaleikara.
Tæplega 600 börn komu í heimsókn í skólann þennan dag og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.