Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blásarafornám

30.05.2018 12:53

Tónlistarskóli Garðabæjar hefur í vetur staðið fyrir tilraunaverkefni til tveggja ára sem kallast blásarafornám. Forskóli í þeirri mynd sem hefur tíðkast var lagður niður en í þess stað var ákveðið að gera tilraun að finnskri fyrirmynd með hljóðfærafornám.

Námið fer þannig fram að nemendum í öðrum bekk grunnskóla er kennt og tré- og málmblásturshljóðfæri í 20 mínútna einkatíma í hverri viku, gjarna á skólatíma ef hægt er að koma því við. Þá er hóptími einu sinni í viku í 30 mínútur í senn þar sem þrír nemendur koma saman. Í einkatímanum eru kenndar nótur og grunnatriði á það hljóðfæri sem barnið lærir á.

Nemendur hafa ekki val um hljóðfæri en reynt er að velja vini saman í hljóðfærahópa. Blásarafornámið er árs nám í stað tveggja áður í forskólanum.

Kennslan er í höndum reynslumikilla hljóðfærakennara. Nemendur sem taka þátt í blásarafornámi geta valið sér hljóðfæri að eigin vali eftir að blásarafornámi lýkur líkt og þeir hefðu gert eftir hefðbundinn forskóla.

Vakin er athygli á því að einungis er hægt að taka 24 nemendur inn í blásarafornámið og því gildir sú regla að fyrstir koma fyrstir fá.

Áhugasömum er bent á að sækja um á heimsíðu tónlistarskólans tongar.is eða hafa samband við skrifstofu í síma 540 8500 til að fá frekari upplýsingar

 

 

 
Til baka
Hafðu samband