Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplýsingar fyrir foreldra/forráðamenn

20.09.2018 15:14

Upplýsingar fyrir foreldra/forráðamenn um möguleika umsjónarvefsins School Archive til að tilkynna forföll og fylgjast með framvindu náms.

 Umsjónarvefurinn School Archive er sérhannaður fyrir tónlistarskóla og vinnur á svipaðan hátt og Mentor gerir fyrir grunnskólann.

Inni á þessum vef geta foreldrar/forráðamenn skráð forföll barna sinna og einnig séð upplýsingar um skólasókn og fleira.

Við hvetjum þá sem ekki hafa skoðað vefinn að gera það við tækifæri og kynna sér notkun hans.

 Nánari upplýsingar:

 Með íslykli eða rafrænum skilríkum geta foreldrar skráð sig inn á slóðina  https://schoolarchive.is/innskraning/

 Þá fáið þið upp upplýsingasíðu með símanúmerum og netföngum ykkar.

Hægt er að uppfæra þær upplýsingar með því að smella á hnappinn „Breyta“.

 Neðar á síðunni eru upplýsingar um þitt barn.

Þar eru nokkrir flipar sem hægt er að fletta í gegn um og skoða m.a. skólasókn, upplýsingar um netföng og farsímanúmer, upplýsingar um áfangapróf og fleira.

  • Undir fyrsta flipanum, „námsgrein“ er tilkynnt um forföll með því að smella á samnefndan hnapp.
  • Hægt er að tilkynna um veikindi eða biðja um leyfi, en athugið að ekki er hægt að tilkynna um forföll aftur í tímann eða breyta skráningu.
  • Tilkynningin skráist sjálfkrafa í kladdann hjá okkur og kennarinn fær auk þess sendan tölvupóst/sms með upplýsingunum.
  • Athugið að þegar óskað er eftir leyfi þarf að skrá ástæðu leyfisins.
  • Ef nemandi er í aðskildum tímum á sama degi, þarf að skrá forföll í alla tímana.
  • Undir flipanum „Nemandi“ eru upplýsingar sem foreldrar geta breytt og uppfært:
  • Það eru netfang nemandans, farsími, skóli og bekkur. 
  • Vinsamlega farið yfir hvort þessar upplýsingar eru réttar og uppfærið ef þörf er á.

 

 

Til baka
Hafðu samband