Flautufjör
03.10.2018 11:41
Laugardaginn 6. október verður flautufjör í Tónlistarskóla Garðabæjar
Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og tónskáld heimsækir nemendur og kennara flautudeildarinnar og kynnir alla flautufjölskylduna, segir okkur frá flautunum, verður með hljóðleikfimi og nemendur fá að prófa flauturnar.
Við verðum í salnum í Kirkjulundi 11. Foreldrar hjartanlega velkomnir.
Nemendum verður skipt í 2 hópa:
Yngri nemendur ( 2. – 6. bekkur) kl. 11.00 – 12.00
Eldri nemendur (7. bekkur og eldri ) kl. 12.00 – 13.00