Jam session
13.11.2018 11:15
Jam-session er samstarf rytmadeilda nokkurra tónlistarskóla hér á suðvesturhorninu.
Þær eru haldnar ca. fjórum sinnum á skólaárinu og skólarnir skiptast á að hýsa þær.
Þarna eru spiluð saman nokkur lög undir handleiðslu rytmadeildarkennaranna og þó þetta sé á vegum rytmadeilda eru allir nemendur sem hafa áhuga velkomnir, klassískir eða rytmískir.
Allir taka þátt á sínum forsendum og getu. Eins má koma og fylgjast bara með.
Næsta Jam-session verður i Tónlistarskóla Hafnarfjarðar 14. nóvember kl.19 til 21