Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hóptímar og hertar sóttvarnarreglur

08.10.2020 14:57

Í ljósi hertra sóttvarnarreglna hafa yfirvöld tekið ákvörðun um að fella niður alla hóptíma í Tónlistarskóla Garðabæjar til og með 19. október. Um er að ræða alla tónfræðitíma, blásarasveitaræfingar, strengjasveitaræfingar, samspil, samsöng, Suzukihóptíma og framhaldsáfanga í tónfræðigreinum s.s. tónheyrn, tónlistarsögu, hljómfræði og jazzhljómfræði.

Athugið að blásarafornámshópar halda sér því nemendur eru ekki að blandast úr mismunandi skólum þar.

Leitast verður við að kenna hluta af tónfræðageinum í fjarkennslu eða að nemendur fái verkefni frá kennurum.

Nánari upplýsingar verða sendar til foreldra/forráðamanna síðar.

 

Til baka
Hafðu samband