Sóttvarnarhólf í Kirkjulundi
Í Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi hefur húsnæðinu verið skipt upp í tvö sóttvarnarhólf til að tryggja að ekki þurfi allir að fara í sóttkví ef til þess kæmi og til að forða smiti.
Þessar ráðstafanir eru til að auka öryggi okkar á farsóttartímum og einnig til að tryggja að starfsemi skólans geti haldið áfram og við haldið úti staðkennslunni.
Tveir inngangar verða notaðir inn í skólann og salerni merkt fyrir nemendur og starfsmenn.
Kennarar sem kenna í stofum 2 - 9 komi inn um aðalinngang og noti salerni merkt kennurum á ganginum við stofur 2 - 9. Nemendur sem sækja kennslu í þessum stofum koma einnig inn um aðalinngang og noti sérmerkt salerni á þessum gangi.
Kennarar sem kenna í stofum 10 - 15 komi inn um inngang við enda kennarastofunnar (þar sem sorptunnurnar eru) og noti salerni merkt kennurum þeim megin. Nemendur sem sækja kennslu í þessum stofum koma einnig inn um þennan inngang og noti sérmerkt salerni á ganginum.