Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólatónfundir 2020

08.12.2020 14:33

Árlegir jólatónfundir tónlistarskólans fara fram síðustu dagana fyrir jólaleyfi líkt og hefð er fyrir. Því miður getum við ekki haft áheyrendur á tónfundunum vegna reglna sem eru í gildi vegna covid-19. Óvenjulegir tímar kalla á óvenjulegar lausnir og því mun tónlistarskólinn streyma eða taka upp tónfundina að þessu sinni og senda til foreldra/forráðamanna.

Streymi: Tónfundi verður streymt á lokaðri streymisveitu tónlistarskólans, vinsamlega athugið að ekki er um beint streymi að ræða. Upptaka verður gerð á tónfundinum og henni síðan streymt. Kennari sendir slóð til nemenda og foreldra/forráðamanna þannig að þeir geti horft á streymi af tónfundinum. Streymið/slóðin verður tiltæk í sólarhring eftir að tónfundurinn fer fram og svo eytt í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Upptökur: Ef tónleikar eru teknir upp af kennara skólans þá sendir kennari upptöku af hverjum nemanda fyrir sig til foreldra/forráðamanna. Sé um samspilsatriði að ræða þá kallar kennari eftir samþykki foreldra/forráðamanna þeirra sem taka þátt í atriðinu og sendir atriðið á alla hlutaðeigandi. Kennari eyðir upptökunni eftir að hún hefur verið send til forráðamanna. Kennari sem tekur upp sjálfur sendir ber ábyrgð á að senda upptökuna til hlutaðeigandi og eyðir síðan upptökunni.

Ef að skólinn sér um upptökuna þá verður forráðamönnum send slóð með upptöku af þeirra barni inn á lokaða youtube rás skólans. Vekjum athygli á því að upptakan verður send daginn eftir að tónfundurinn fer fram og af hverjum nemanda fyrir sig til foreldra/forráðamanna, en ekki tónfundurinn í heild. Sé um samspilsatriði að ræða þá kallar kennari eftir samþykki foreldra/forráðamann þeirra sem taka þátt í atriðinu og að því fengnu sendir skólinn atriðið á alla hlutaðeigandi. Skólinn eyðir upptökunni í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Ef foreldrar/forráðamenn óska ekki eftir að barnið þeirra taki þátt í streymi eða upptöku þá biðjum við ykkur að senda póst til skólans með nafni nemandans og nafni kennarans áður en tónfundirnir fara fram. 

Til baka
Hafðu samband