Vortónfundum streymt
Í samráði við skólayfirvöld í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um að vortónfundum tónlistarskólans sem fara fram dagana 14. – 25. maí nk. verði streymt.
Þær sóttvarnarreglur um skólastarf sem nú eru í gildi eru með takmörkunum s.s. skilyrði um sótthreinsun á milli hópa og fjölda einstaklinga í sama rými.
Vegna stærðar skólans þá gera þessi skilyrði okkur ókleift að skipuleggja alla tónfundi með áheyrendum og um leið framfylgja gildandi reglum.
Um streymið
Tónfundum verður streymt á lokaðri youtuberás, vinsamlega athugið að ekki er um beint streymi að ræða. Upptaka verður gerð á tónfundinum og henni síðan streymt. Tónlistarskólinn sendir slóð til nemenda og foreldra/forráðamanna þannig að þeir geti horft á streymi af tónfundinum sem verður tiltækt í nokkra daga eftir að hann fer fram og svo eytt í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Ef foreldrar/forráðamenn óska ekki eftir að barnið þeirra taki þátt í streymi eða upptöku þá biðjum við ykkur að senda tölvupóst á netfangið laufeyo@tongar.is með nafni nemandans og kennara eigi síðar en miðvikudaginn 12 maí nk.