Skólalok
26.05.2021 09:55
Í ár verða ekki hefðbundin skólaslit í tónlistarskólanum heldur boðum við eingöngu þá nemendur til okkar sem luku áfangaprófum á skólaárínu og án foreldra/forráðamanna.
Nemendum sem luku grunnprófi er boðið að koma í sal tónlistarskólans, í Kirkjulundi 11, kl. 16.00 - 16.30 á morgun, fimmtudaginn 27.maí og taka á móti grunnprófsskírteinum sínum.
Nemendum sem luku mið- og framhaldsprófum er boðið að koma í sal tónlistarskólans, í Kirkjulundi 11 kl. 17.00 - 17.30 fimmtudaginn 27. maí og taka á móti skírteinum sínum.
Tónlistarskólinn mun senda öðrum nemendum sitt námsmat í bréfpósti í byrjun júní.
Við þökkum ykkur innilega fyrir samstarfið í vetur og vonum að þið njótið sumarsins.