Skólagjöld og Nóra greiðslumiðlunarkerfi
Nýr greiðslumáti skólagjalda haust 2021
Skólagjöld tónlistarskólans og hljóðfæraleiga, fyrir þá sem leigja hljóðfæri, munu frá og með þessu hausti fara í gegnum greiðslumiðlunina Nóra og þá er hægt að ráðstafa frístundastyrk Garðabæjar rafrænt til að greiða niður skólagjöldin.
Greiðsluferli
Forráðamenn og nemendur 18 ára og eldri fara inn á Nóra-síðu Garðabæjar https://itg.felog.is til að velja greiðslumáta skólagjaldanna. Ef að þið kjósið að nota frístundastyrkinn þá ráðstafið honum og gangið frá greiðslunni.
Hægt er að skipta skólagjöldunum í þrennt, frá október og til og með desember 2021. Upplýsingar um upphæðir skólagjalda og hljóðfæraleigu er að finna á heimasíðu skólans http://www.tongar.is/um-skolann/gjaldskra/
Vinstamlegast athugið að síðasti dagur til að ganga frá skólagjöldunum er 1. nóvember 2021.