Varðandi jólatónleika í desember
Í samráði við skólayfirvöld í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um að jólatónleikum tónlistarskólans sem fara fram dagana 10. - 17. desember nk. verði streymt. Þessi ákvörðun er í samræmi við leiðbeiningar Almannavarna um skólastarf, þar sem fram koma tilmæli um að tónlistarskólar standi ekki fyrir viðburðum með gestum í sal.
Streymið
Tónleikum verður streymt á lokaðri youtube rás, athugið að ekki er um beint streymi að ræða heldur verður gerð upptaka af hverjum tónleikum og henni síðan streymt. Tónlistarskólinn sendir slóð til nemenda og foreldra/forráðamanna þannig að þeir geti horft á streymi af tónleikunum. Streymið verður tiltækt í nokkra daga eftir að tónleikarnir fara fram og síðan eytt í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.