Söngkeppni Vox Domini
29.03.2022 14:33
Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir, söngnemandi Tónlistarskóla Garðabæjar, lenti í þriðja sæti í flokki nemenda í framhaldsstigi í söngkeppninni Vox Domini.
Keppnin er haldin á vegum Félags íslenskra söngkennara og veitir þátttakendum einstakt tækifæri til að spreyta sig meðal jafningja í einu keppninni á Íslandi í klassískum söng.
Keppnin er opin öllum söngvurum sem hafa stundað nám í íslenskum tónlistarskóla og hafa lokið miðstigi í söng.
Alls skráðu sig 26 söngvarar í forkeppnina, en 9 keppendur náðu alla leið í úrslitakeppnina sem haldin var sl. sunnudag í Salnum Kópavogi.
Tónlistarskóli Garðabæjar óskar Tinnu Margréti innilega til hamingju með glæsilegan árangur.