Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jazzhátíð Garðabæjar 21. - 24. apríl 2022

19.04.2022 16:27

Jazzhátíð Garðabæjar verður haldin í 16. sinn dagana 21. - 24. apríl n.k. Hátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og er Sigurður Flosason tónlistarmaður listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Tónleikar hátíðarinnar fara flestir fram í Sveinatungu, salarkynnum bæjarstjórnar að Garðatorgi 7. Einir tónleikar verða í Jónshúsi, félagsmiðstöð eldri borgara. 

Hljómsveitir úr Tónlistarskóla Garðabæjar hita upp 30 mínútur fyrir auglýsta tónleikatíma í Sveinatungu eða frá kl. 20 alla dagana nema frá kl. 16.30 á sunnudag.

Hér má sjá dagskrá hátíðarinnar.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði jazzhátíðarinnar og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Til baka
Hafðu samband