Jam-session 1. nóv. kl. 19.30 í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Fyrsta Jam-session skólaársins verður þriðjudaginn 1. nóvember kl. 19.30 í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Jam-session er samstarf rytmadeilda nokkurra tónlistarskóla hér á suðvesturhorninu. Þær eru haldnar ca. fjórum sinnum á skólaárinu og skólarnir skiptast á að hýsa þær. Þarna eru spiluð saman nokkur lög undir handleiðslu rytmadeildarkennaranna. Þó þetta sé á vegum rytmadeilda eru allir nemendur sem hafa áhuga velkomnir hvort sem þeir eru í klassískri eða rytmískri deild. Allir taka þátt á sínum forsendum og getu. Einnig er í boði að koma og fylgjast með.
Lagalistinn verður eftirfarandi:
Blue Bossa - Watermellon Man - Cantaloupe Island - C jam blues - Autumn Leaves - Mr. Pé - Blue Monk - Sunny - Jazz Blues - rythm changes - Mercy Mercy Mercy - Ó borg mín borg- Black Magic Woman - So What - All Blues - Summertime - Song for my father.