Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskólanna

26.01.2023 12:46
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskólanna

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna heldur árlega tónleika sína kl. 16.00 laugardaginn 28. janúar n.k. í Langholtskirkju.

Efnisskrá hljómsveitarinnar að þessu sinni er eftirfarandi:

Hörpukonsert í B dúr op. 4 nr. 6 eftir G. F. Händel,

Fjórir þættir úr svítum 1 og 2 úr Pétri Gaut eftir E. Grieg,

4. þáttur úr sinfóníu nr.1 eftir J. Brahms í útsetningu R. Mayers og

syrpa úr Harry Potter eftir J. Williams í útsetningu M. Story.

Einleikari á hörpu er Mahaut Ingiríður Matharel.

Stjórnandi er Guðmundur Óli Guðmundsson.

Um hljómsveitina:

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með starfi Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskólanna er að veita þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri hljómsveit.

Hljómsveitin æfir árlega allar helgar í janúar og lýkur svo æfingaferlinu með tónleikum.

Í ár taka 98 börn og ungmenni þátt í hljómsveitarstarfinu og koma fram á tónleikunum.

Almennt miðaverð: 3.500 kr.

Nemar, öryrkjar og eldri borgarar: 2.000 kr.

Til baka
Hafðu samband