Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mikið um að vera í tónlistarskólanum næstu vikur

30.11.2023 11:05
Mikið um að vera í tónlistarskólanum næstu vikur

Það er mikið um að vera í Tónlistarskólanum næstu vikurnar.

30. nóvember kl. 18.00 verða tónleikar Blásaradeildar í Vídalínskirkju.

Fyrstu vikuna í desember verða jólatónleikar bæði í tónleikasal í Kirkjulundi og á Álftanesi og svo er hver kennari með sína jólatónleika með sínum nemendahópum frá 9. - 18. desember.

Nemendur okkar koma fram á jólastund fyrir alla grunnskóla Garðabæjar og koma einnig fram á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu á aðventunni.

Í viðburðadagatalinu hér til hægri má sjá upplýsingar um alla viðburði á aðventunni hjá skólanum.

Til baka
Hafðu samband