Framhaldsprófstónleikar Einar Örn Magnússon píanó
04.05.2024 10:57
Einar Örn Magnússon heldur framhaldsprófstónleika sína í píanó frá rytmadeild TG þriðjudaginn 7. maí kl. 20.00.
Tónleikarnir fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar, Kirkjulundi 11.
Með Einari leika:
Matthías Helgi Sigurðarson á gítar, Snorri Skúlason á bassa og Haukur Hafsteinsson á trommur.
Flutt verða verk eftir:
Charlie Parker, Miles Davis, Wayne Shorter, Oscar Peterson, Bjarna Böðvarsson og Einar Örn Magnússon.
Aðgangur er ókeypis og verið öll velkomin.