Nýr Steinway-flygill vígður með tónleikum
07.05.2025 13:25

Tónlistarskóli Garðabæjar fékk nýjan Steinway flygil í gjöf frá Garðabæ í tilefni 60 ára afmæli skólans.
Flygillinn verður vígður við hátíðlega athöfn í sal Tónlistarskólans þar sem fulltrúar nemenda og kennara koma fram.
Það verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á tónleikunum en kennarar skólans sem koma fram eru:
Eva Þyri Hilmarsdóttir, Guðný Charlotta Harðardóttir, Guðrún Dalía Salómonsdóttir, Kristinn Örn Kristinsson, Sólveig Anna Jónsdóttir, Sunna Gunnlaugsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir.
Fulltrúar nemenda eru Ingimar Hang Ingimarsson, Guðmundur Steinn Markússon og Magnús Freyr Brannan.
Aðgangur er ókeypis og verið öll hjartanlega velkomin.