Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blásarafornám


Nemendur hefja námið 7 ára eða í öðrum bekk í grunnskóla.

Markmið blásarafornámsins er að búa nemandann undir frekara hljóðfæranám og þjálfa hann í hrynlestri, nótnalestri og almennri tónfræðiþekkingu. 

Nemendur fá 20 mínútna einkatíma og 30 mínútna hóptíma á viku. Blásarafornámið fer fram í grunnskólunum og er leitast við að hafa tímana strax að loknum hefðbundnum skóladegi barnanna.
Hafðu samband