Harmonika
Hægt er að hefja nám á harmoniku frá 8 ára aldri en er þó alltaf matsatriði og fer eftir stærð og þroska viðkomandi.
Skólinn leigir út hljóðfæri fyrstu árin en síðan er ætlast til þess að nemandinn eignist sitt eigið hljóðfæri.
Nám í tónlistarskóla er að stórum hluta byggt á heimanámi. Æfa þarf daglega en lengd æfingatíma er í samráði við kennara. Nemandinn þarf að geta æft sig í ró og næði. Gert er ráð fyrir að nemandi þurfi að eignast nótnabækur og nótnastand.
Stuðningur heima fyrir er nauðsynlegur í tónlistarnáminu. Öll hvatning er góð og getur skipt sköpum í náminu. Samstarf foreldra og kennara er einnig mjög mikilvægt og eru foreldrum hvattir til að hafa samband við kennarann utan hefðbundinna foreldraviðtala ef að spurningar vakna.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti - námskrá