Gjaldskrá
Gjaldskrá fyrir skólaárið 2025 -2026
Gjaldskrá Tónlistarskóla Garðabæjar
Skólagjöld Tónlistarskóla Garðabæjar eru innheimt samkvæmt lögum um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla nr. 75/1985. Skólagjöldum er ætlað að standa undir öðrum kostnaði við skólareksturinn en launakostnaði kennara og skólastjóra.
2. gr.
Skólagjöld skólaárið 2025 - 2026 eru eftirfarandi:
Blásarafornám / gítarfornám kr. 57.200
Hljóðfæranám – grunn og miðstig, fullt nám kr. 132.100
Hljóðfæranám – framhaldsáfangi, fullt nám kr. 145.100
Söngnám – grunn og miðáfangi, fullt nám kr. 132.100
Söngnám – framhaldsáfangi kr. 145.100
Suzuki nám kr. 117.000
Hljóðfæraleiga kr. 14.200
3. gr.
Samningur skal gerður við nemendur og forráðamenn um hljóðfæraleigu þar sem m.a. eru skilmálar um meðferð hljóðfæra.
4. gr.
Í þeim tilvikum sem systkin yngri en 18 ára stunda nám við skólann skal veittur systkinaafsláttur fyrir eldra systkin eða eldri systkin. Systkinaafsláttur skal nema 20% fyrir annað systkin og 30% fyrir þriðja systkin.
Við ákvörðun afsláttar skal miða við fjárhæð gjalda þannig að það systkin sem greiðir næst mest skal fyrst njóta afsláttar o.s.frv.
5.gr.
Nemandi sem stundar nám á fleira en eitt hljóðfæri skal veittur 20% afsláttur frá námsgjaldi á annað hljóðfæri.
6. gr.
Gjalddagar skólagjalda skulu vera 1. október, 1. nóvember og 1. desember. Skólagjöld eru innheimt í gegnum Wise.
7. gr.
Gjaldskrá þessi var samþykkt af bæjarstjórn Garðabæjar desember 2024.