Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Almennar skólareglur

 

Almennar skólareglur fyrir nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra

 

Mætingar, fjarvistir og forföll

Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir. Fjarvistir og ástæður fyrir þeim skulu tilkynntar til viðkomandi kennara í gegnum Speed Admin eða á skrifstofu Tónlistarskólans af foreldri/forráðamanni. Hljómsveit/samspil/tónfræði teljast til námsgreina.  
 
Síendurteknar fjarvistir án leyfis geta varðað brottvikningu úr skólanum.
 
Kennara er ekki skylt að bæta upp þær kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda hans eða nemenda. Í langvarandi veikindum kennara útvegar skólinn forfallakennara.
 

Eigur skólans, umgengni og samskipti

Nemendur skulu ganga vel og snyrtilega um skólann og eigur hans.
Nemendum sem taka á leigu hljóðfæri hjá skólanum ber að fara vel með þau.
Nemendum er bannað að lána hljóðfærin.
Viðhald hljóðfærisins á lánstímanum og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað nemanda.
 

Tónlistarflutningur

Tónlistarskólinn styður að nemendur komi fram og leiki/syngi opinberlega. Æskilegt er að það sé gert með samráði og samþykki kennara. 
Nemendum er skylt að koma fram á þeim tónleikum sem kennarinn ákveður í samráði við foreldra/forráðamenn.
 

Farsímar

Nemendum er óheimilt að hafa kveikt á farsíma í kennslustund.
 
 
Hafðu samband